Færsluflokkur: Dægurmál

Drottningin í góðum gír,,

Drottningin er í mjög góðum gír núna og var að detta í 470 laxa nú í kvöld og eru hollin að fara með þetta 40-60 laxa eftir 3 dagana, eitt hollið fékk 137 fiska sem er frábær veiði á þessum tíma ,góðar göngur hafa verið síðustu daga og er orðið mikið af laxi á neðri svæðum í gilinu og milli fossa en nú verður að fara að rigna í dalnum svo fiskurinn fari að ganga Glanna og fara stigann grimmt .Laxakveðjur Kv Gretar.


Þokkaleg veiði í Norðuránni

Ágætis veiði hefur verið í Norðuránni síðustu daga og hafa hollin verið að fá 30 til 50 laxa eftir 3 daga veiði sem er bara fínt á þessum tíma , fáir stórlaxar veiðast þessa dagana enda smálaxinn að hellast inn en góðar göngur hafa verið síðustu daga ,vatn fer minnkandi í ánni og þessi gula þarna uppi er að verða þreytandi og nú viljum við fara að fá rigningu . Læt eina mynd sem ég tók af veiðimönnum fylgja með og vona að netsamband í þessari sveit haldist en það hefur verið í ólagi síðustu vikurnar. Laxakveðjur GretarNorðurá júni 2008 004

Norðurá dagur 7

Jæja þá er liðin fyrsta vikan í laxinum hér í Norðurárdalnum og hafa alls veiðst 15 laxar á aðalsvæðinu og 3 á Munaðarnessvæðinu , nokkrir laxar sáust á göngu upp ána í gær og voru um 20 laxar á eyrinni , mjög bjart var í dag og fór hitinn í 16 - 17 °. Meyra síðar laxakveðjur Gretar...

Norðuráin opnuð..

Þá er fyrsta deigi í Laxveiðinni í Norðurá lokið alls komu 4 laxar á land 3 fyrir hádegi og 1 á kvöldvaktinni ,  ágætt veður var í Borgarfirðinum í dag þó var nokkuð hvasst í morgun , lofthiti um 12° og vatnshiti um 8° .Það verður spennandi að fylgjast með næstu daga .kv Gretar.

 

 


Laxinn mættur í Norðurá.

Jæja þá er laxinn kominn í Norðurá , nokkrir laxar sáust í dag bæði á Berghylsbroti og neðan við Laxfoss. Skrapp upp í Rjúpnaás síðdegis í dag og ég held bara að sumarið sé komið. Þrösturinn söng og skógurinn orðin grænn, fallegt vatn í ánni og maður fékk bara fiðring að koma aðeins uppeftir  (varð bara að kíkja aðeins í laxageymsluna bara svona til að finna lyktina frá síðasta sumri ) þetta eru nú bara 4 dagar í að maður flytji í Norðurárdalinn til sumardvalar,  jæja nýjar fréttir 5 júni. Laxakveðjur Gretar...Berghylur í ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband